Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lífið með ME sjúkdómnum.

 

Það er erfitt fyrir fólk að veikjast af ME sjúkdómnum en það eru ýmis úrræði til að læra að lifa með sjúkdómnum og ná fram betri lífsgæðum. 

Sú fræðsla er almennt ekki í boði í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra hefur gefið fyrirmæli um að allir sjúklingar eigi að fá sjúkdómsgreiningu og alla þjónustu í heilsugæslunni en heilsugæslan þekkir ekki ME sjúkdóminn og ME sjúklingarnir lenda oft í því að fá þar rangar greiningar og meðferðir.

Rangar greiningar og meðferðir valda ME sjúklingum oft auknum veikindum sem geta leitt til aukinnar fötlunar.

ME félagið sendi bréf í maí sl. til heibrigðisráðherra, velferðarráðherra og þingmanna heilbrigðisnefndar alþingis - með ákalli um úrbætur en þetta fólk hefur ekki svarað bréfinu.

 

Fyrrum Covid-19 sjúklingum sem upplifa örmögnun og heilaþoku hálfu ári eftir að þeir hafa veikst af Covid-19, er velkomið að hafa samband við ME félagið í tölvupóstnetfanginu mefelag@gmail.com

Hægt er að biðja um símaráðgjöf. 

Upplýsingar um ME félagið eru á heimasíðu félagsins 


https://www.mefelag.is/


mbl.is Ofsaþreyta og orkuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband